Látum sönginn hljóma

Látum sönginn hljóma
Lag / texti: Geirmundur Valtýsson / Hjálmar Jónsson

Til er á jörðu mál sem tengir þjóð við þjóð,
þögn og múrar hindra ekki tónaflóð.
Það skiptir engu hvaðan berast lög og ljóð,
við söngva metum,
sungið getum
og saman fetum nýja slóð.

Tökum nú lagið, nýtum nóttina og daginn,
nú er lag sem minnir á ferskan blæinn.
Glaðar og góðar stundir
gefast um þessar mundir
og þess vegna viljum lífga upp á bæinn.

viðlag
Látum sönginn hljóma hátt,
hann skal fylla loftið blátt.
Vilja til friðar veita,
vináttu þinnar leita.
Þunglyndi eyða,
þjóðirnar leiða í sátt.

Glaðar og góðar stundir
gefast um þessar mundir
og þess vegna viljum lífga upp á bæinn.

viðlag x2
Látum sönginn hljóma hátt.

[m.a. á plötunni Geirmundur Valtýsson – Í syngjandi sveiflu]