Barnaleikir [safnplöturöð] (1989-92)

Barnaleikir auglýstir

Á árunum 1989-92 komu út fjórar snældur í útgáfuröðinni Barnaleikir en á þeim var að finna blöndu tónlistar og leikins efnis fyrir börn.

Það var tónlistarmaðurinn Birgir Gunnlaugsson sem var upphafsmaður og hugmyndasmiðurinn á bak við Barnaleiki en um svipað leyti var hann að setja á fót Rokklingana sem nutu mikilla vinsælda í kjölfarið. Rokklingarnir koma einmitt við sögu á snældunum ásamt barnakór úr Seljaskóla en að miklu leyti var um sama fólk að ræða, hljómsveit Birgir lék undir og Pétur Hjálmarsson annaðist kynningar í gervi Edda frænda.

Snældurnar voru hugsaðar fyrst og fremst sem afþreying fyrir unga hlustendur t.d. í löngum bílferðum enda komu þær út að sumarlagi þegar ferðalög tíðkuðust frekar. Þess vegna voru þær seldar jafnt á bensínstöðvum og matvöruverslunum sem plötubúðum.

Birgir gaf snældurnar út sjálfur undir merkjum BG útgáfunnar í samvinnu við Umferðarráð en útgáfufyrirtækið Skífan gaf út síðustu snælduna sem kom út 1992, þá var Birgir einmitt farinn að starfa við markaðsmál hjá Skífunni.

Efni á plötum