Yndislegt líf

Yndislegt líf
(Lag / texti: erlent lag / Kristján Hreinsson)

Ég sé lífsins tré á háum hól,
á himni sé ég bjarta morgunsól.
Og ég hugsa með mér:
Þetta‘ er yndisleg jörð.

Ég sé gömul hjón og glaðleg börn,
sem ganga frjáls við litla tjörn.
Og ég hugsa með mér:
Þetta‘ er yndislegt líf.

Með bjartsýni í huga ég býð þeim góðan dag,
ég brosi er ég heyri þau syngja þetta lag.
Og með von og trú
í veröldinni nú
við getum lifað ég og þú.

Ég sé lítil börn og lífsins tré
og lífið sjálft er allt sem ég sé.
Og ég hugsa með mér:
Þetta‘ er yndislegt líf.

Og ég hugsa með mér:
þetta‘ er yndisleg jörð.

[m.a. á plötunni Minningar – ýmsir]