Þóttú gleymir guði

Þóttú gleymir guði
(Lag / texti: Magnús Þór Jónsson [Megas])

Þóttú farir um framandi höf
í fjarlægum deildum jarðar
og sjóirnir hyggist að svelgja þér fley
og séu þér lífsvonir sparðar,
á hinstu stundu ertu halaður upp
hinir þá týna hver sér
því þótt þú gleymir guði
þá gleymir guð ekki þér.

Þóttú í Kínahverfið inn
klaufskist í sorta nætur
og Kínamaður með stóran sting
úr stáli hann gefi þér gætur
á elleftu stundu þá fær hann flog
og fellur að fótum sér
því þótt þú gleymir guði
þá gleymir guð ekki þér.

Þótt bráðkvaddan missurðu miðilinn þinn
sem ei máttirðu við að sjá af
og allt renni eftir einni slóð
útí hið hyldýpsta haf,
í krísunni vitrast þér andar per e.s.p.
óvígur hjálpræðisher
því þótt þú gleymir guði
þá gleymir guð ekki þér.

[af plötunni Megas – Megas]