Fýsnavinir

Fýsnavinir
Lag og texti Sverrir Stormsker

Þetta er físa fýsna þinna
mér er fullkunnugt um það,
en þú skalt gera’ upp reikningana
og svo gleyma’ enni þegar í stað.

Þetta er illgjarnt glæpakvendi,
ég er inní málunum.
Þú ert lentur hér í sköpum
og það endar með ósköpum.

Víst er ótrúlega fallegt,
sem að út á henni snýr
og í framan er hún fíngerð,
en það er flagð sem undir býr.

Þú skalt gefa’ ana upp á bátinn,
þú skalt gera það minn vin.
Það er hundrað sinnum sterkara’ en þú
heldur þið veika kyn.

Þú skalt gefa’ ana upp á flekann,
þú skalt gefa það í skyn
þú sért gefinn fyrir hið kynþokkafulla,
fágæta hvorugkyn.

Það er ekki grjón að marka
þó að nú þið séuð sæl,
hún mun beita þig allskyns brögðum,
hún mun breyta þér í þræl.

Hún mun kúga þig og véla,
hún mun ræna þig rænunni,
hún mun rýja þig inn að skinni,
ó vinur, gleymdu hænunni.

Ég skal taka þessa físu,
ég skal þjarma henni að.
Ég “passa upp á hana”,
vinur, ég skal gera það.

[af plötunni Sverrir Stormsker – Ör-lög]