Spurt og svarað

Spurt og svarað
Lag og texti Sverrir Stormsker

Fína, saklausa atómbarn,
ég forvitnast vonarsljór:
Hvað ætlar þú að verða
ef að þú verður stór?

Þingmannsálfur með kúluvömb
sem er á móti bjór?
Bísperrt, óupplýst glæpafól
í fölskum lögreglukór?
Fölskum lögreglukór?

Allt þú getur orðið vinur minn,
utan hugsanlega fullorðinn.

Náðviss klerkrola sem í drottins
nafni drýgir hór?
Hvað ætlar þú að vera barn,
já ef að þú verður stór?

Þú verður eflaust eins og við,
þú ert jú bara framhaldið, afsprengið.
Hve broslegt er að biðja um frið:
Banameinið er mannfólkið, mannkynið,
ekki atómið.

Allt þú getur orðið vinur minn,
utan hugsanlega fullorðinn.
Þú átt máski framtíð fyrir þér.
Þú mátt eiga framtíð fyrir mér.

[af plötunni Sverrir Stormsker – Ör-lög]