María og Anna

María og Anna
Lag og texti Sverrir Stormsker

María og Anna
eru að kanna
útför í flippaðra stöff.
Þær hugsa’ um að pæla’ í
að hætta að dæla’ í
sig stöffi sem ekki er töff.

Þær leigja sér greni í guðanna bænum,
en gjöldin þeim ríða á slig,
þó rúmhelga daga frá 12 til 12
taki þær stórt upp í sig.

Þær hríðblautar eru í holunni sinni,
þær hristast og aka sér fram
og aftur. Það verður að gera’ upp í götin
svo geti þær keypt sér gramm.

María og Anna
dýrka hann Danna
sem dílar með þetta og hitt.
Hann hyglar þeim sopum
af húsmæðradropum.
Þeim er víst svo illa við spritt.

Í bælinu, pælandi, dælandi, svælandi
smæla þær tælandi,
um sæluna þvælandi, við hvora’ aðra gælandi,
vælandi, ælandi.

Þær meinaða, allt er svo meiriháttar,
svo mergjað, svo far át.
Þæl fíla’ allt svo heví, svo fríkað og speisað,
þær flissandi skríkja: Nei vá!

Þær húkka oft bíla’ eftir böllin í harðindum
og bjóða þá kaffi og kex,
sem endar svo með því þær inn fyrir bjóða’ onum,
aksjón sem segir sex.

Dropunum rignir inn um rifurnar stöðugt
og rýmið er feiki nóg.
Og María og Anna, þær gera fátt annað
en góla: ah ah æ ó!

[af plötunni Sverrir Stormsker – Ör-lög]