Hvað get ég gert?

Hvað get ég gert?
Lag og texti Sverrir Stormsker

Ég sé þig,
ég sé þig oft á ferð í bænum.
Ég fer hjá,
ég fer hjá mér og skipti litum
sem götuljós.
Þú hefur oft barið mig auga,
en aldrei gefið mér það.

Ég vil þig og um þig
ég æ hugsa og læt mér leiðast.
Ég sé þig, ég sé mig,
ég sé okkur í anda leiðast
niðrá tjörn
og fá okkur andardrátt
og gefa brabra vatnsglas.

Ég elska þig, dýrka og dái,
en veit ekki hver þú ert.
En ég þekki þig bæði í heyrn og sjón.
Hvað get ég, hvað get ég gert?

Þú átt stórt
þú átt flennistórt rúm í huga mér
og í því
og í því elskumst við daginn – út og inn.
Ég sé okkur fyrir mér
fara á bullandi reiðtúr.

Ég elska þig, dýrka og dái,
en veit ekki hver þú ert.
En ég þekki þig bæði í heyrn og sjón.
Hvað get ég, hvað get ég gert?

[af plötunni Sverrir Stormsker – Ör-lög]