Van Gogh

Van Gogh
Lag og texti Sverrir Stormsker

Makalausi listmálarinn Gogh
léði sinni heittelskuðu eyra,
því heitmey fékk af honum meira en nóg
og hvorki vildi sjá hann eða heyra.
Göfugmennið gat ei skapi stýrt,
gjöfullyndið reif sig laust í þjósti.
Henni gaf hann gaum og auga hýrt,
en gleymdi að vísu að senda það í pósti.

[af plötunni Sverrir Stormsker – Ör-lög]