Nunnan

Nunnan
(Lag / texti: erlent lag (Dominique) / Herdís Guðmundsdóttir)

Ég vissi að þú myndir reyna að koma og kveðja mig.
Ég kveð þig strax því enginn hér má vita neitt um þig.
En bráðum þegar frá mér siglir burtu skipið þitt,
þá brestur hjarta mitt.
Því án þín getur lífið hér mér enga gleði veitt,
ég elska þig svo heitt.

Ég veit að allur hugur þinn hann verður kyrr hjá mér,
þá veist að þessir klausturmúrar skilja mig frá þér.
En bráðum þegar frá mér siglir burtu skipið þitt,
þá brestur hjarta mitt.
Því án þín getur lífið hér mér enga gleði veitt,
ég elska þig svo heitt.

Þú ert með lítinn stiga sem við gætum gripið til,
ó guð minn, þessa freistingu ég ekki standast vil.
Ég finn að hvað sem skeður enginn framar aftrar mér,
ég fer á burt með þér.
Því án þín getur lífið hér mér enga gleði veitt,
ég elska þig svo heitt.

Hún verður okkur hlíf og skjöldur vetrarnóttin dimm,
við vitum okkar geta beðið örlög þung og grimm.
Ég finn að hvað sem skeður enginn framar aftrar mér,
ég fer á burt með þér.
Því án þín getur lífið hér mér enga gleði veitt,
ég elska þig svo heitt.

Í gegnum skógarkjarrið hér við göngum undur hljótt,
við gleymum öllum sorgum þessa fögru vetrarnótt.
Ég finn að hvað sem skeður enginn framar aftrar mér,
ég fer á burt með þér.
Því án þín getur lífið hér mér enga gleði veitt,
ég elska þig svo heitt.

[engar plötuupplýsingar]