Fyrir austan mána og vestan sól

Fyrir austan mána og vestan sól
(Lag / texti: Loftur Guðmundsson / Oddgeir Kristjánsson)

Þótt örlög skilji okkar leiðir,
í örmum draum hjörtun seyðir.
Ástin heit sem fjötra alla brýtur
aftur tendrast von sem frostið kól.

Við stjörnuhafsins ystu ósa
í undirveldi norðurljósa,
glöð við njótum lífsins ástar yndis
fyrir austan mána og vestan sól.

[m.a. á plötunni Sextett Ólafs Gauks – Fjórtán lög eftir Oddgeir Kristjánsson]