Ég sá þig síðla dags

Ég sá þig síðla dags
(Lag / texti: erlent lag (Ég sá þig snemma dags) / Auðunn Bragi Sveinsson)

Ég sá þig síðla dag
um sumar, snemma í júní.
Við þekktumst þá ei strax,
en þekkjumst betur núna.

Við ólum unga þrá,
þó að árin væru ei fá,
því sumar svalt og bjart
okkur sendi geislaskart.

Oft lagði’ ég leið til þín
um ljósu sumarkvöldin.
Sú mynd í muna skín
og mun þar hafa völdin.

Svo birtist dagur dýr,
þetta djarfa ævintýr,
sem ei fölnar fljótt né dvín.
Og ég fann að þú varst mín.

[óútgefið]