Þú kemur aftur

Þú kemur aftur
(Lag / texti: erlent lag (I’ll pray for you) / Skafti Sigþórsson)

Ég minnist þess í sérhvert sinn,
er sólin skín á gluggann minn,
að sumar var mér samvist þín
og sífelld gleði æskan mín.
Þó að fjólan fölni og fenni í gömul spor
um vetrardaga dimma mig dreymir sól og vor.
Ég geymi kveðjukossinn þinn,
uns kemurðu aftur vinur minn.

[óútgefið]