Ljúfi lognsær

Ljúfi lognsær
(Lag / texti: erlent lag (My Bonnie went over the ocean) / Kristinn Pétursson)

Ég horfi á lognsævarljómann,
sem leikur við himinsins rönd
og umvefur sunnlenskan sjómann
á siglingu að brosandi strönd.

Ljúfi lognsær,
leyf mér að ganga’ út á flötinn þinn,
dúnmjúkt, dúnmjúkt,
í draumi um sjómanninn þinn.

[óútgefið]