Ástarsæla

Ástarsæla
(Lag / texti: Steingrímur K. Hall / Steingrímur Thorsteinsson

Ég lék við þinn gulllokkinn bjarta
og leit inn í augun þín blá.
Þar inni með hugföngnu hjarta
minn himnanna himin ég sá.

Ég kom við þinn kafrjóðan vangann,
oss kossinn á vörunum brann;
svo rósblíða ununar angan
ég aldrei í heiminum fann.

Vor hjörtu þann fögnuð þá fundu,
sem flýðu því miður svo skjótt,
við lifðum á líðandi stundu,
og ljósið varð bráðum að nótt.

En sem þegar smásólir hreinar
í silfur daggdropunum gljá,
svo spegluðust eilífðir einar
í augnablikunum þá.

[m.a. á plötunni Jóhann Konráðsson og Kristinn Þorsteinsson – syngja íslenzk alþýðulög]