Ég man það enn (Danny boy)

Ég man það enn (Danny boy)
(Lag / texti: erlent lag / Freysteinn Gunnarsson)

Ég man það enn við sátum úti saman
um sumarkvöld í iðjagrænni hlíð,
þú hafði lokið leik þinn við og gaman,
og lítill drengur þráði hvíld og frið.

Þú réttir til mín barnsins ljúfu hendur,
og blessuð sólin kyssti vanga þinn.
Þú varst sem engill ofan til mín sendur
með yl og sól að gleðja huga minn.

Og síðan enn er sá ég geislann skína
um sumrkvöld á litla kollinn þinn
ég bað til Guðs að alla ævi þína
þú yrðir sami góði drengurinn.

Og þegar endar barnsins ljúfi leikur
og lífsins þraut að höndum þínum ber.
Guð styrki þig svo megni viljinn veikur
að vilja það sem gott og fagurt er.

[m.a. Geysiskvartettinn – Geysiskvartettinn]