Buona sera

Buona Sera
(Leg / texti: erlent lag / Ólafur Gaukur Þórhallsson)

Buona Sera, kæra vina, Buona Sera,
það er kvöldsett og við kveðjum Napolí,
út við hafið blátt við hvíslum Bouna Sera
á meðan hjúfrar þú þig örmum mínum í.
En að morgni, þegar dvali nætur dvínar,
mun ég draga þér á fingur fagran hring,
og ég mun biðja þig að helga mér þitt hjarta,
er við hlæjum móti sumrinu bjarta,
en í kvöld verð ég að kveðja þig og segja:
Buona Sera, kæra vina, kysstu mig.

[af plötunni KK-sextettinn – Gullárin]