Vögguljóð

Vögguljóð
(Lag / texti: Sigurður Þórðarson / Benedikt Þ. Gröndal)

Sofðu, sofðu litla barnið blíða,
bjartir englar vaki þér við hlið.
Móðurhöndin milda, milda, þýða,
mjúkt þér vaggar inn í himinfrið.
Mjúkt þér vaggar inn í himinfrið.

Vaki, vaki auga guðs og gæti
góða, veika litla barnsins þá.
Sofðu, sofðu! Sorgin græti,
sonur ljúfi, aldrei þína brá.
Sonur ljúfi, aldrei þína brá.

[af plötunni Kiddý Thor – Sofðu sofðu: íslenskar vögguvísur]