Nú vil ég enn í nafni þínu

Nú vil ég enn í nafni þínu
(Lag / texti: þjóðlag / Hallgrímur Pétursson)

Nú vil ég enn í nafni þínu,
náðugi guð sem léttir pínu,
mér að minni hvílu halla
og heiðra þig fyrir gæsku alla.

Þáða af þér á þessum degi,
því er skylt ég gleymi eigi,
en ég má það aumur játa,
angri vafinn sýta og gráta.

Móðgað hef ég margfaldlega
mildi þína guðdómlega.
Útslétt mínar syndir svartar,
sundurkramið lækna hjarta.

[af plötunni Kiddý Thor – Sofðu sofðu: íslenskar vögguvísur]