Sofa urtubörn á útskerjum

Sofa urtubörn á útskerjum
(Lag / texti: Jón Laxdal / þjóðvísa)

Sofa urtubörn á útskerjum.
Vellur sjór yfir þau,
og enginn, enginn, enginn þau svæfir.

Sofa kisubörn á kerhlemmum.
Þau murra og mala,
og enginn, enginn, enginn þau svæfir.

Sofa Grýlubörn á grjóthólum.
Þau urra og ýla
og enginn, enginn, enginn þau svæfir.

Sofa bolabörn á báshellum.
Hafa moð fyrir múla
og enginn, enginn, enginn þau svæfir.

Sofa mannabörn í mjúki rúmi.
Þau hía og kveða,
og pabbi, pabbi, pabbi þau svæfir.

[m.a. á plötunni Kiddý Thor – Sofðu sofðu: íslenskar vögguvísur]