Brátt mun birtan dofna

Brátt mun birtan dofna
(Lag / texti: Sigfús Einarsson / Guðmundur Björnsson (Gestur)

Brátt mun birtan dofna.
Barnið á að sofna.
Þei, þei og ró, ró.
Þei, þei og ró, ró.
Barnið á að blunda í mó.

Sól af himni hnígur
húm að jörðu sígur.
Þei, þei og ró, ró.
Þei, þei og ró, ró.
Góða barnið blunda í ró.

Blessað litla lífið
laust við jarðar kífið.
Þei, þei og ró, ró.
Þei, þei og ró, ró.
Blunda elsku barnið í ró.

Dreymi barnið, dreymi
dýrð í sólarheimi.
Þei, þei og ró, ró.
Þei, þei og ró, ró.
Blunda elsku barnið í ró.

[af plötunni Kiddý Thor – Sofðu sofðu: íslenskar vögguvísur]