Mærin frá Mexíkó

Mærin frá Mexíkó
(Lag / texti: erlent lag / Ólafur Gaukur Þórhallsson)

Eitt sinn kom til mín yngismær
með augun brún sem ljómuðu blíð og skær.
Ég gerðist bráður og bað um hönd,
og biddu fyrir þér, mér héldu engin bönd.
Ég var ungur þá og hýr á brá,
en ekki féll henni við mig þó.
Hún kvaðst ei vilja væskils grey,
og ég varð að skilja hana eftir í Mexíkó.

Mætt hef ég síðan meyjafjöld,
og margar buðu mér hjarta sitt, auð og völd.
Að orðum þeirra ég aðeins hló,
mér efst í huga var mærin frá Mexíkó.
Ég var ungur þá og hýr á brá,
en ekki féll henni við mig þó.
Hún kvaðst ei vilja væskils grey,
og ég varð að skilja hana eftir í Mexíkó.

Hvert sem ég fer um fjarlæg lönd,
hvert sem fleyið ber mig að sjávarströnd.
Ætíð er lít ég í augun brún,
heitt ég óska að þar stæði hún.
Því æskuást mun aldrei mást,
enga gleði mér lífið bjó,
þar til ég fer um fjarlæg ver,
og færi hana burtu frá Mexíkó.

Því æskuást mun aldrei mást,
enga gleði mér lífið bjó,
þar til ég fer um fjarlæg ver,
og færi hana burtu frá Mexíkó.

[m.a. á plötunni Manstu gamla daga – ýmsir]