Olympíuaría Rómar

Olympíuaría Rómar
(Lag / texti: höfundur ókunnur / Theodór Einarsson)

Þeir flugu upp á dögunum og svifu suður í Róm,
á sallafínum skóm
með silkiklút og blóm.
Með ólympíueld í hjarta, óslökkvandi bál,
þeir allir sungu María af lífi og sál.
Og allir Rómverjarnir iðuðu af kæti,
þegar Íslendingarnir kysstu þeirra land,
það var dansað um hin dularfullu stræti,
þeir drifu upp óperur og allra handa stand.
Og svo loksins þegar komið var að kveldi,
og kyrrðin færðist yfir þennan draumastað,
þá var slökkt á hinum ólympíska eldi,
því aðrir blossar þurftu að komast að.

En vitið þið, að salatið á Ítalíu er
öðruvísi er hér,
því var fjárans ver.
Svo íþróttamenn okkar urðu flestir fyrir því
að fá það, sem við köllum magadelerí.
Þeir hefðu’ átt að biðja um ýsutitt á diskinn,
eða skaltu segja súran hrússara,
svo ég tali ekki um nælonnetafiskinn
eða nýborgara fínan sjússara.
En að setja þarna met í magapínu
er þó meira’ en við gátum búist við.
Það hefði kannske einhver klappað brjósti sínu,
ef koparverðlaun hefðu verið með.

Og páfinn varð svo ánægður, hann upp í nefið saug,
þó aldrei slitu þeir taug,
en það var ekkert spaug.
En svertingjarnir gæddu sér á Grindavíkurskreið,
með gullverðlaunum skreyttu þeir sín brjóstin breið.
Þeir flugu líka eins og örskot yfir völlinn,
og enginn virtist þreytast neitt á leiðinni.
Og Rómaryngismeyjar, ástar þeyttu köllin,
og allt var það að þakka gömlu skreiðinni.
Og á kvöldin áttu svertingjarnir sjansinn,
oní svefnpokunum ævintýrið leið.
Þeir stigu í húmi Rómar hetjudáðadansinn.
Mikil dýrðarfæða er hún þessi skreið.

[engar plötuupplýsingar]