Ég var að hugleiða

Ég var að hugleiða
(Lag / texti: Róbert Örn Hjálmtýsson)

Ég var að hugleiða
hvort til væri fjölmiðill
sem væri tilbúinn
að spila þetta lag tvisvar í röð
þó að söngvarinn sé ekki frægur
og viðlagið skrýtið
og það er algjörlega
ómögulegt að dansa við.

Lagið er ekki um neitt,
síst af öllu unglingsást,
frið, stuð og hamingju.

Hringdu og biddu um óskalag.

Hlusta, njóta, hugsa, gleyma,
syngja með og vinna og slappa af.

Allt er þetta hægt að gera á meðan lagið spilast,
er ekki til of mikils ætlast að vilja eitthvað meir?

Ég var að hugleiða
að reyna að sannfæra þig
um það að hringja inn
og fá þetta lag aftur spilað
þó að söngvarinn sé ekki frægur
og viðlagið skrítið
og það er algjörlega ómögulegt
að dansa við.

Lagið er ekki um neitt,
síst af öllu unglingsást,
frið, stuð og hamingju.

Hringdu og biddu um óskalag.

Hlusta, njóta, hugsa, gleyma,
syngja með og vinna og slappa af.

Allt er þetta hægt að gera á meðan lagið spilast,
er ekki til of mikils ætlast að vilja eitthvað meir?

[af plötunni Ég – Ímynd fíflsins]