Þú ert leiðtogi

Þú ert leiðtogi
(Lag / texti: Róbert Örn Hjálmtýsson)

Forseti BNA er ekki leiðtogi
allra á jörðinni,
hann er einfaldlega
starfsmaður fyrirtækis
sem að græðir á þér,
alveg satt.

Kennitalan þín er
sönnunin fyrir því
að þú sért aðeins þræll
risafyrirtækis
sem að ákveður hver séu réttindin þín,
eign þeirra.

Öll erum við fædd frjáls
til að leita að því sjálf,
hamingjunni og allt það
svo lengi sem þú manst að
valda engum skaða
né taka neitt frá neinum,
þú ræður,
karma sér um rest.

Og hvað hefur BNA
gert annað en að stuðla að
heimsku og egóisma?
Við þurfum nauðsynlega
að vera leiðtogar sjálf
til þess að virkja aðra.
Við ráðum,
við eigum heiminn,
við eigum okkur sjálf,
við eigum heiminn,
þú ert leiðtogi.

[af plötunni Ég – Ímynd fíflsins]