Maðurinn

Maðurinn
(Lag / texit: Róbert Örn Hjálmtýsson)

Hver er uppruni mannfólksins
sem hefur yfirtekið jörðina?
Hvað skyldi öðrum dýrategundum
finnast um þessa nýlenduherra?

Sem bera enga virðingu fyrir neinu.

Maðurinn á í stökustu vandræðum
með að aðlagast jörðinni,
sjúkdómar, veður og vindar
eru enn að plaga mannfólkið.

Ekki dýrin, þau eru í sínum náttúrulegu heimkynnum hér.

Hvenær fer maðurinn aftur heim til sín?
Jörðin er að gefast upp.
Hvenær fer maðurinn aftur heim til sín?
Jörðin er að gefast upp.

Hvað eigum við eiginlega
að gera til að komast héðan burt?
Vísindin eru ekki nálægt því
að svara spurningum okkar.

Getur verið að ást og dauði sé rétta svarið?
Í þessari röð?

Hvenær fer maðurinn aftur heim til sín?
Jörðin er að gefast upp
Hvenær fer maðurinn aftur heim til sín?
Jörðin er að gefast upp,
það eiga aðrir þessa litlu plánetu
og það eru alls ekki við.

Hvenær fer maðurinn aftur heim til sín?
Jörðin er að gefast upp.
Það eiga aðrir þessa litlu plánetu
og það eru alls ekki við.

[af plötunni Ég – Ímynd fíflsins]