Friðarsöngur

Friðarsöngur
(Lag / texti: þjóðlag / Kristján frá Djúpalæk)
 
Friðarhátíð fer að höndum,
fagna þeir sem óttast stríð,
bera upp með bljúgum huga
bæn um miskun hrjáðum lýð.
Heftum þessa helför,
heyrið þungan sprengjudyn,
á vor hugsjón andi friðar engan vin?

Heyrið börn með bros á vörum
biðja Guð um friðartíð,
fylkja saman enn í óði
öllum þeim sem hata stríð
Heftum þessa helför,
heyrið þungan sprengjudyn.
Á vor hugsjón andi friðar engan vin?

Fram til sigurs að framtíð skal gáð,
flýjum aldrei þar af hólmi.
Sem menn halda sinni vöku og von
og af öllu fyrirfram.

Til að hefja fána friðar,
fagna hverri sáttargjörð
og minnast þess að öll
við eigum óðal hér á jörð

Heftum þessa helför,
heyrið þungan sprengjudyn.
Á vor hugsjón andi friðar engan vin?

Aha ah ah…

Heyrið börn með bros á vörum
biðja Guð um friðartíð,
fylkja saman enn í óði
öllum þeim sem hata stríð.
Heftum þessa helför
heyrið þungan sprengjudyn.

Sjá skuggann sigra loks skin.
Heftum þessa helför,
heyrið þungan sprengjudyn.
Okkar hugsjón andi friðar á sér vin.
Okkar hugsjón andi friðar á sér vin.

[m.a. á plötunni Björgvin Halldórsson – Jólagestir Björgvins]