Heima á jólunum
(Lag / texti: erlent lag / Gísli Rúnar Jónsson)
Ljómar heimur af heimþrá á jólunum,
Heims um ból er um jól á baugi efst,
losna skjótt bæði‘ úr vinnunni og skólunum
og að skunda heim á leið, því heima‘ er best.
Ég hitti bónda einn frá Blönduósi – einn um jól hann fer
heim í Búðardal að fá sér laufabrauð,
í Hafnarfirði sá ég heimamenn – sem að voru’að húkka sér
far með fjölskylduna austur,
flug á Kirkjubæjarklaustur.
Ljómar heimur af heimþrá á jólunum,
Heims um ból er um jól á baugi efst,
losna skjótt bæði‘ úr vinnunni og skólunum
og að skunda heim á leið, því heima‘ er best.
Gospel, kórar og einsöngvarar
húkka far, farþegar
fara’um borð í flugvélar,
taka rútu eða hoppa upp á hest
og um landið liggur strangt,
leiðin þvert og endilangt
af því að heima‘ er best.
Og beint í skötuveislu á Þorlákshöfn,
á skíðum fór af stað.
Skagfirðingur einn á Þorláksmessudag (Þorláksmessudag)
og út á Leifsstöð voru‘ að lenda bræður sem að ítrekað
flogið höfðu‘ um heima‘ og geima
til að halda jólin heima.
Ljómar heimur af heimþrá á jólunum,
Heims um ból er um jól á baugi efst,
losna skjótt bæði‘ úr vinnunni og skólunum
og að skunda heim á leið, því heima‘ er best.
Og að skunda heim á leið, því heima‘ er best.
[engar upplýsingar um útgáfu]