Sykur og rjómi

Sykur og rjómi
(Lag / texti: Bragi Valdimar Skúlason / Káinn (Kristján Níels Júlíus Jónsson))

Til föstudagsins farið er að styttast,
þá fáum við að Kvennabrekku’ að hittast,
þar verður öllum veitt með rausn og sóma,
þar verður nóg af kaffi, sykri’ og rjóma.

þar verður brauð, sem varla er hægt að „bíta“,
þar verður engum manni leyft að „treat“-a;
þar verður öllum veitt með rausn og sóma,
þar verður nóg af kaffi, sykri’ og rjóma.

Sykur og meiri sykur
sykri í allt er bætt.
því alltaf þarf sykur með öllu,
og ekkert er nógu sætt.

Þar verður ekki fátt um fína drætti,
þar fá menn nóg af dansi’ og hörpuslætti.
Þar verður öllum veitt með rausn og sóma,
þar verður nóg af kaffi,
þar verður nóg af kaffi,
þar verður nóg af kaffi, sykri’ og rjóma.

[af plötunni Baggalútur – Kveðju skilað]