Fyrir okkur öll

Fyrir okkur öll
(Lag og texti Róbert Örn Hjálmtýsson)
 
Ég ætla að láta vigta mig og mæla
og meta
hvort að ég sé tilbúinn að mæta
á tilsettum tíma
og öðlast nokkra vitneskju um heilann
sem kraumar í okkur.
Ég ætla að láta kenna mér að gleyma.
Af hverju?
Fyrir okkur öll.
Vinsældarkosning.
Fyrir okkur öll?
Ég ætla að láta vekja mig og fæða
og hlýða
og láta lærða um umsjón yfir heilsu minni.
Af hverju?
Fyrir okkur öll?
Mig dreymir
Loftbelg,
Cappuccino.
Hvern á ég að leika?
Gísla, Helga eða Eika?
Ég get verið álfur, ég get verið ég sjálfur
Mig dreymir.
Riddarinn flytur norður.
Drottningin giftist peði…
Ég ætla að láta klippa mig og klæða
og hlýða skipunum
og temja hugann eins og dýrin
sem hlaupa um garðinn, frjáls?
Ég ætla að láta kenna mér að lifa.
Af hverju?
Fyrir okkur öll.
Vinsældakosning.
Fyrir okkur öll?
 
[af plötunni Ég – Plata ársins]