Evrópukeppnin

Evrópukeppnin
(Lag / texti: Róbert Örn Hjálmtýsson)
 
Afsakið frekjuna,
því nú ætla ég að tala um keppnina
sem fer fram á ráðstefnum
hjá sameinuðu þjóðum Evrópu.

STRÍÐ.
Þeir ætla að sprengja upp heilan mann.
Skriðdrekar, flugvélar, olía, bifreiðar.
Þetta drepur allt.
Efnavopn, kjarnorka, örorka, hryðjuverk.

FRIÐUR.
Evrópa á ekki í neinu stríði.
FRIÐUR.
Dómarinn ræður í Evrópukeppninni.
Svona hljómar Júróvision-krókurinn hjá okkur.

FRIÐUR.
Evrópa á ekki í neinu stríði.
FRIÐUR.
Dómarinn ræður í Evrópukeppninni.

Svona hljómar Júróvision-krókurinn hjá okkur.

FRIÐUR.
Evrópa á ekki í neinu stríði.
Dómarinn gaf Saddam Hussein rauð.

Her uppá milljón manns.
Þeir finna ekki þennan mann
en dómur bíður hans.

Afsakið hávaðann
en stríðsvélar eru sjaldnast lágværar.
Sjónvarpsíþróttin að drepa fólk
í öruggri leikstjórn dómarans
 
[af plötunni Ég – Plata ársins]