Þessi ég

Þessi ég
(Lag / texti: Róbert Örn Hjálmtýsson)

VERIÐ SÆL, ÉG KEM ALDREI AFTUR
Í ÞESSU FORMI SEM ÞIÐ ÞEKKIÐ MIG
EN ÉG KEM AFTUR
BARA SEM EINHVER ANNAR,
VIÐ HITTUMST AFTUR OG AFTUR.

HVER ER ÉG?
HVER VERÐ ÉG ÉG NÆST?
OG HVER VAR ÉG, ÁÐUR EN ÉG VAR ÞESSI ÉG?
ÞESSI ÉG.

AFSAKIÐ, ÉG ER FLÓKIÐ HUGTAK,
TUNGUMÁL GETA EKKI ÚTSKÝRT ÞAÐ
EN TILFINNINGIN OG EÐLISÁVÍSUNIN
GEFA OKKUR VÍSBENDINGU.

HVAÐ ER ÉG?
HVAÐ VERÐ ÉG ÉG NÆST?
OG HVAÐ VAR ÉG, ÁÐUR EN ÉG VAR ÞESSI ÉG?
ÞESSI ÉG.

ÉG ÞROSKAÐIST EKKERT.
ÉG BÆTTI ENGU VIÐ.
ÉG ÆTLA AÐ GERA BETUR NÆST.

VERIÐ SÆL, ÉG KEM ALDREI AFTUR
Í ÞESSU FORMI SEM ÞIÐ ÞEKKIÐ MIG
EN ÉG KEM AFTUR
BARA SEM EINHVER ÖNNUR.
VIÐ HITTUMST AFTUR OG AFTUR.

HVER ER ÉG?
HVER VERÐ ÉG ÉG NÆST?
OG HVER VAR ÉG, ÁÐUR EN ÉG VAR ÞESSI ÉG?
ÞESSI ÉG.

[af smáskífunni Ég – Þessi ég [ep]]