Melankoliska

Melankoliska
(Lag / texti: Bragi Valdimar Skúlason / Káinn (Kristján Níels Júlíus Jónsson))

Síðan kalda sæng þér bjó,
sorgin hjartað nagar.
Finnst mér aldrei þrjóti þó
þessir löngu dagar.

Gleði sunna glæst er byrgð,
geislar fáir skína.
Margt í dapri dauðakyrrð
dreymir sálu mína.

Fljúga norðan fálki og gæs,
flöktir hrafn að ránum;
kuldastormur bitur blæs
blöðin fjúka’ af trjánum.

Stirðnar tunga og dvínar dáð,
dregst að nóttin kalda;
horfið allt, sem hef eg þráð;
hvers á eg að gjalda?

[af plötunni Baggalútur – Kveðju skilað]