Er það ei von?

Er það ei von?  
(Lag / texti: Bragi Valdimar Skúlason / Káinn (Kristján Níels Júlíus Jónsson))

Meðan eg var  milli kvenna,
meira var það þeim að kenna
heldur en mér hvað hafzt var að.
Það grætur einn sem annan gleður
ósjálfrátt er margt sem skeður.
Fáir vita hvað er hvað.

Er það ei von hann elti fljóð?
Er það ei von hann hrekki?
Er það ei von hann yrki ljóð?
Er það ei von hann drekki?

Girndir þó að kunni að kveikja;
kvenmönnum sem drekka og reykja,
mönnum geðjast ekki að.
Margt þær byrla mönnum fárið,
málaðar með litað hárið.
Satt er bezt að segja um það.

Er það ei von hann elti fljóð?
Er það ei von hann hrekki?
Er það ei von hann yrki ljóð?
Er það ei von hann drekki?

[af plötunni Baggalútur – Kveðju skilað]