Vinarminning

Vinarminning
(Lag / texti: Bragi Valdimar Skúlason / Káinn (Kristján Níels Júlíus Jónsson))

Með þér leið mín lá
um liljum skrýdda grund.
Já, þér muna má
eg marga glaða stund;
þú ert horfinn heim,
eg hvorki græt né styn,
en aldrei hef eg átt
né eignazt betri vin.

Með þér leið mín lá
um lífsins þyrni–stig;
margoft falli frá
þú, fyrstur, reistir mig.
Hér um þennan „hrygg“
var hinzta samfylgd gerð,
en þér var þörf á hvíld,
og því er eg einn á ferð.

Nú finnst mér leiðin löng,
og lífið eitthvað breytt;
að drekkja sorg í söng
mér svölun getur veitt.
Eg horfði á húsið þitt,
það hljótt og tómlegt er;
þar heima grætur hún,
sem heitast unni þér.

[af plötunni Baggalútur – Kveðju skilað]