Stórir skór

Stórir skór
(Lag / texti: Valgeir Guðjónsson, Egill Ólafsson og Jakob F. Magnússon)

Stórir skór, stórir skór, alveg tryllingslega támjóir skór,
stórir skór, stórir skór, alveg suddalega sveskjulegir skór.
Ég var í þeim í brælunni á dögunum
og ég hef líka mokað á þeim flór.

Útlitið, útlitið hefur aldrei verið eins og núna
þegar ég horfi út og skynja það hvað heimurinn er stór,
og eitt af mínum hlutskiptum í lífinu
er að það fást ekki‘ á mig nógu stórir skór.

Sóló

Stórir skór, stórir skór, alveg tryllingslega támjóir skór,
stórir skór, stórir skór, alveg suddalega sveskjulegir skó.
Ég var í þeim í brælunni á dögunum
og ég hef líka mokað á þeim flór.

Útlitið, útlitið hefur aldrei verið eins og núna
þegar ég horfi út og skynja það hvað heimurinn er stór,
og eitt af mínum hlutskiptum í lífinu
er að það fást ekki‘ á mig nógu stórir,
fást ekki‘ á mig nógu stórir,
fást ekki‘ á mig nógu stórir skór.

Ha! Fást ekki‘ á þig nógu stórir skór?
Nei! Það fást ekki‘ á mig nógu stórir,
fást ekki‘ á mig nógu stórir,
fást ekki‘ á mig nógu stórir skór.

[af plötunni Stuðmenn – Kókostré og hvítir mávar]