Í Bandaríkjunum

Í Bandaríkjunum
(Lag / texti: Egill Ólafsson, Jakob F. Magnússon og Valgeir Guðjónsson)

Bjó um tíma Birkiland í Bandaríkjunum.
Hann áætlanir gerði grand í Bandaríkjunum,
í Bandaríkjunum.

Næfrum týndi á norðurslóð í Bandaríkjunum,
í reiðileysi reykinn óð í Bandaríkjunum,
í Bandaríkjunum.

Bláfátækur barðist hann
í bökkum lon og don,
fraukum orti fríkuð ljóð
og fékk í hausinn son.

Hann réði‘ ekki yfir réttum hreim í Bandaríkjunum,
harmi sleginn sneri‘ hann heim frá Bandaríkjunum.

Hrunadansinn dunar enn í Bandaríkjunum,
það vantar alltaf vana menn í Bandaríkjunum,
í Bandaríkjunum.

[af plötunni Stuðmenn – Kókostré og hvítir mávar]