Afmælisbörn 12. febrúar 2021

Magnús Pétursson

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag:

Franz Gunnarsson gítarleikari Ensíma er fjörutíu og sex ára gamall á þessum degi. Franz hefur auk þess að vera einn af meðlimum Ensíma, verið í þekktum sveitum eins og Dr. Spock, Quicksand Jesus og Moody company en einnig minna þekktum á sínum yngri árum s.s. Dagfinni dýralækni og Carpe diem þegar hann var að stíga sín fyrstu spor í tónlistinni. Franz poppar reglulega upp á plötum annarra listamanna en hefur undanfarið komið fram undir nafninu Paunkholm.

Þá átti (Jón) Magnús Pétursson píanóleikari (1930-83) afmæli á þessum degi. Magnús var fjölhæfur tónlistarmaður, samdi lög og texta, útsetti, stjórnaði kórum, kenndi tónlist auk þess að leika á píanó en hann starfaði með mörgum hljómsveitum á ferli sínum og lék inn á mikinn fjölda hljómplatna. Hann var þó e.t.v. þekktastur sem píanóleikarinn í Morgunleikfimi Valdimars og Magnúsar í Ríkisútvarpinu.

Vissir þú að Örvar Kristjánsson harmonikkuleikari var faðir þeirra Atla, Karls og Grétars Örvarssona tónlistarmanna?