Afmælisbörn 21. febrúar 2021

Addi rokk

Eitt afmælisbarn er á skrá Glatkistunnar að þessu sinni:

Arnþór Kristján Jóhannes Jónsson (Addi rokk f. 1933) hefði átt afmæli í dag en hann lést 2019. Þessi skrautlegi tónlistarmaður og áhugaleikari kom víða við á ferli sínum, hann var Elvis eftirherma og starfrækti Tónatríóið og Tónabræður í mörg ár auk þess að vera í sveitum eins og Jónsbörnum, Como og Ómum. Margir muna eftir kappanum þegar hann birtist með Stuðmönnum í kringum Látúnsbarkakeppnina á níunda áratugnum, og svo aftur þegar umhverfisherferðin Græni herinn stóð sem hæst um aldamótin.

Vissir þú að bílasalinn Albert Rútsson (Alli Rúts) sem var kunnur skemmtikraftur er sonur Rúts Hannessonar harmonikkuleikara?