Gleym mér mey

Gleym mér mey
(Lag og texti: Sverrir Stormsker)

Oft ég gaf þér gleym mér ei.
Nú ég bið: Ó gleym mér mey.
Það er sárt að segja nei,
en jákvætt þó. Ó, gleym mér mey.

Ef til vill
er þér fró í því
að þín ég minnist þegar ég
bora í mín nasagöng,
finn rækjulykt af löngutöng.

Það er fátt sem er of seint.
You will find another saint
síðar meir.
Ég skal ljá þér vasaklút,
þú skalt má út sorg og sút.

Ég er með
á hálsi höfuð frjálst
og ég ætla að strjúka um það
og strjúka burt, já burt frá þér.
Ó, gerðu eitt: Gleymdu mér.

Gleym mér mey,
það er af
og frá sem áður var.
Mitt loka-loka svar
er nei, nei, nei.
Gleym mér mey.

[af plötunni Sverrir Stormsker – Stormskers guðspjöll]