Íslands hrafnistumenn

Íslands hrafnistumenn
(Lag / texti: Emil Thoroddsen / Örn Arnarson)
 
Íslands hrafnistumenn
lifðu tímamót tvenn,
þó að töf yrði á framsóknarleið.
Eftir súðbyrðingsför
kom hinn seglprúði knör,
eftir seglskipið vélknúin skeið.
En þótt tækjum sé breytt
þá er eðlið samt eitt,
eins og ætlunarverkið er sjómannsins beið.

[að minnsta kosti tvö lög eru til við þetta ljóð]
[m.a. á plötunni Karlakór Reykjavíkur – Hraustir menn]