Lórilei

Lórilei
(Lag / texti: erlent lag / Steingrímur Thorsteinsson)

Ég veit ekki af hvers konar völdum
svo viknandi dagur ég er,
ein saga frá umliðnum öldum
fer ei úr huga mér.
Það húmar og hljóðleg rennur
í hægðum straumlygn Rín,
hinn ljósgullni bjargtindur brennur
þar blikandi kvöldsól skín.

Þar efst situr ungmey á gnúpi
með andlitið töfrandi frítt
og greiðir í glitklæða hjúpi
sitt gullhár furðusítt.
Með gullkamb hún kembir sér lengi
og kveður við undrabrag,
svo voldugt að við stenst engi,
er vífsins töfralag.

Og farmaður harmblíðu hrifinn
af hljómnum töfrast fer.
Hann lítur ei löðrandi rifin,
en ljúft til hæða sér.
Um hann og fleyið er haldið
af hvolfdi bylgjan þeim ströng.
En því heur Lórilei valdið
með leiðslunnar töfrasöng.

[m.a. á plötunni Álftagerðisbræður – Álftagerðisbræður tvítugir]