Marína

Marína
(Lag / texti: erlent lag / Magnús Ingimarsson)

Ef værir þú á leið til Ítalíu
og ætlaðir að hitta sæta píu,
þá renndu við í Rómarstræti 10
og reyndu‘ að hringja‘ og sjá til hvernig fer.

Því þar býr undurfögur yngismeyja
sem allir vilja lifa hjá og deyja,
en ekki skal ég núna um það segja,
hve eftirlát hún mundi verða þér.

Marína, Marína, Marína,
hún elskar þá alla jafn heitt.
Marína, Marína, Marína,
en enginn samt getur hana veitt.

Þið farið kannski út að keyra,
í kelerí og fleira
en ef þú minnist svo á meira
hún mælir nei, nei, nei.

Ef koss þú um þig kærir
með kossum hún þig ærir
en ef bónorð fram þú færir
hún fussar nei, nei, nei.

[m.a. á plötunni Lummurnar – Gamlar góðar lummur]