Þjóðvindar

Þjóðvindar
(Lag / texti: erlent lag / Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson)

Ennþá vilja þeir ata
land mitt lýðsins blóði,
þeir sem tala um frelsið
með flekkaðar hendur sínar,
þeir sem vilja sundrung,
hér syni og móður þar
og vilja endurreisa
krossinn sem Kristur bar.

Skömminni vilja þeir skýla,
arfi frá umliðnum tíma,
en morðingjaliturinn
leggst þeim á andlit sem gríma.
Blóð sitt að fórn nú hafa
fært okkur þúsundir manna
og máttugir straumar þess
margfaldað brauðir sanna.
Enn langar mig að lifa
með litlum syni og bróður
til þess að vekja upp vorið
og vinna því daglega hróður.
Ykkar hótanir hræða mig ei,
þið hörmunganna stórbokkar!
Vonarstjarna ein
verður framvegis okkar.

Þjóðvindar tala til mín,
þjóðvindar bera mig,
hræra við mínu hjarta
og blása um barka minn.
Þannig mun skáldið kveða,
nær klingir sál mín blíð,
eftir þjóðvegunum
nú þegar og alla tíð

[af plötunni Hálft í hvoru – Almannarómur]