Verkakonan

Verkakonan
(Lag / texti: Stella Hauksdóttir)

Ég hef alltaf verið verkakona,
hef lifað lífi mínu svona;
aldrei getað veitt mér neitt,
launin ill greidd,
launin illa greidd,
já – y firleitt.

Ég vakna klukkan sjö að morgni,
fer í föt sem eru orðin
illa slitin af ofnotkun,
því ég á ekki neitt,
því ég á ekki neitt,
já – yfirleitt.

Ætíð ég hef verið verkakona,
annað ekki fæ að vinna við.
Mín ævi hefur alltaf verið svona
og ekki veitti af að hækka kaup við mig,
kaup við mig.

En forstjórnn þarf fína bíla
því áfram heldur hann þig að pína
þó berjumst við um árabil,
hann alltaf þráast við,
hann alltaf þráast við
að betrumbæta sig,
forstjórinn,
forstjórinn.

[óútgefið]