Þú ert ungur enn

Þú ert ungur enn
(Lag / texti: erlent lag / Erling Ágústsson]

Þú ert ungur enn, æskuástir seint gleymast,
ungur enn, oft sterkar reyndast.
Of ungur enn til að elska og þrá
en ástin er ekki að spyrja um hvað hér má.

Af hverju fór hún frá mér,
hjarta mitt er sárt og þjáð,
ekki mun ég aftur reyna
að elska aðra í bráð.

Ungur er ég enn að árum
en aldrei ég gleymt því get
að ást mín var ætluð henni
sem ég alltaf mikils met.

Þú ert ungur enn, æskuástir seint gleymast,
ungur enn, oft sterkar reyndast.
Of ungur enn til að elska og þrá
en ástin er ekki að spyrja um hvað hér má.

[m.a. á plötunni Óskalögin – ýmsir]