Afmælisbörn 9. september 2022

Solveig Thorarensen

Tvö afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar að þessu sinni:

Eyþór Gunnarsson hljómborðs- og ásláttarleikari fagnar sextíu og eins árs afmæli í dag. Eyþór byrjaði feril sinn með Ljósunum í bænum, Tívolí og Mezzoforte en hefur síðan leikið með ýmsum þekktum og óþekktum böndum, þar á meðal eru Stuðmenn, KK band, Mannakorn og Ófétin en Eyþór hefur einnig leikið með óteljandi djassböndum, jafnt skamm- sem langlífum.

Solveig Thorarensen átti einnig þennan afmælisdag en hún lést árið 2022. Solveig sem fæddist á þessum degi árið 1933 var ein allra fyrsta dægurlagasöngkona Íslands, söng með hljómsveitum Jan Morávek og Carls Billich auk þess að vera ein af Tóna systrum en eins og margar aðrar söngkonur á þessum árum, hætti hún snemma að syngja opinberlega til að helga sig húsmóður- og móðurhlutverkinu.

Vissir þú að Ísland keppti fyrst í Eurovison keppninni vorið 1986?