Afmælisbörn 30. september 2022

Snæbjörg Snæbjarnardóttir

Glatkistan hefur upplýsingar um tvö tónlistartengd afmælisbörn á þessum degi:

Helgi (Óskar) Víkingsson trommuleikari er fimmtíu og þriggja ára gamall í dag. Helgi hefur leikið með fjöldanum öllum af hljómsveitum í gegnum tíðina og hér má nefna sveitir eins og Blúsbrot, VSOP, Örkina hans Nóa, Trassana, Villta vestrið, Dans á rósum, Munkum, Spíritus, Swizz, Nuuk, Speedwell blue, Vonlausa tríóinu og Ofris svo aðeins nokkrar séu upp taldar.

Þá hefði óperusöngkonan Snæbjörg Snæbjarnardóttir (sópran) einnig átt afmæli á þessum degi en hún lést 2017. Snæbjörg (fædd 1932) nam söng hér heima og í Austurríki, hún hafnaði tilboðum um að starfa erlendis en kom heim og starfaði alla tíð á Íslandi, m.a. sem söngkennari en hún stjórnaði einnig kórum eins og Skagfirsku söngsveitinni sem hún stofnaði ásamt fleirum en Snæbjörg var einmitt fædd á Sauðárkróki.

Vissir þú að Dúkkulísurnar sigruðu Músíktilraunir árið 1983?