Blíðasti blær
(Lag / texti: Þórólfur Friðgeirsson / Óðinn G. Þórarinsson)
Fegurð landsins fjalla,
foss í klettagjá
hrífur hugi alla,
heillar silungsá.
Áður saman undum
upp við vötnin blá.
og hinn blíðasti blær bar okkur landi frá.
Hlýddum á hjörtun slá,
og hinn blíðasti blær
bar okkur landi frá.
Enn er mér í muna,
manstu, allt var hljótt.
ein við máttum una
úti þessa nótt.
Yfir hvelfdist húmið,
heiðavötnin blá.
og hinn blíðasti blær
bar okkur landi frá.
Hlýddum á hjörtun slá.
Og hinn blíðasti blær
bar okkur landi frá.
[m.a. á plötunni Austfirskir staksteinar – ýmsir]