Vögguvísa [2]

Vögguvísa [2]
(Lag & texti: Bragi Valdimar Skúlason)

Á meðan landið lokar augum
og leggur höfuð undir væng
við sitjum hérna saman, ein í myrkrinu
og látum okkur dreyma um dularheima
og drögum yfir höfuð mjúka sæng.

Það getur tekið tíma að sofna
og tæma hugskot eirðarlaus.
Milli svefns og vöku vakna ótal spurningar.
Það er raun að leita svara, svo reyndu bara
í rökkrinu að sofa í þinn haus.

Sofðu unga ástin mín
úti regnið grætur.
Ég verð hér og hef á öllu gætur.
Pabbi geymir gullin þín,
gemsa setur hljóða,
hrekur burtu vættir sem hættum heim bjóða.

Á meðan hverfull máninn reikar
á milli skýja, eyminginn
og þögnin lævís læðist milli húsanna
södd af eymd og stríðum, af heimsins hríðum
hrýtur lítil þjóð í koddann sinn.

Sofðu lengi, sofðu rótt
seint mun best að vakna.
Ég verð hér uns lönd úr roti rakna.
Pabbi geymir gullin þín,
gemsa setur hljóða,
hrekur burtu vættir sem hættum heim bjóða.

[af plötunni Bragi Valdimar Skúlason og Memfis mafían – Gilligill]